Baráttumál 2015 - 2017

Hér á eftir má lesa um nokkur helstu baráttumál Fjólu til næstu tveggja ára. baráttumálin voru ákveðin af félagsmönnum þann 1. júlí 2015.

Við erum fyrst og fremst fólk sem vill vera virkir þátttakendur í íslensku samfélagi  og njóta sambærilegra lífsgæða og aðrir borgara.  


Virðing

Markmið: Að bæta tengsl okkar við stjórnvöld og almenning í landinu og byggja upp skilning á samþættri sjón- og heyrnarskerðingu. Þannig að stjórnvöld og almenningur geri sér grein fyrir að fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er og verður alltaf hluti af samfélaginu.

Að opinberir aðilar mæti okkur að skilningi og hlusti á okkur þannig að ákvarðanir um lagasetningar og reglugerðir sem varða okkur séu gerðar í samráði við hagsmunafélagið Fjólu.

Túlkun

Markmið: Að tryggja að fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu geti fengið túlkun við hæfi þegar viðkomandi óskar þess. Leiðsagnartúlkun verði lögfest.

Hjálpartæki

Markmið: Að tryggt verði með lögum að fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu fái hjálpartæki án endurgjalds og kennslu á tækin eftir þörfum hvers og eins.

Félagsleg þjónusta

Markmið: Að fyrirkomulag um Notendastýrða Persónulega aðstoð verði lögfest.

Að fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sé mætt með skilningi og gerðar verði viðeigandi kröfur um getu og þekkingu þeirra aðila sem sinni félagslegri þjónustu.

Fjármál

Markmið: Að afla peninga til að geta staðið straum af rekstri félagsins, greitt fyrir ráðgjöf og stuðning, fundarferðir, ráðstefnur og skrifstofukostnað.