Félagsstarf

Ýmis fastir liður eru á dagskrá Fjólu. Jafningjafræðsla og jafningjasamvera er einn að lykilhlutverkum félagsins. Samþætt sjón- og heyrnarskerðing er sjaldgæf skerðing og mikilvægt að fólk hafi tækifæri til að hittast og ræða við aðra sem skilja í hvaða stöðu þú ert. Það eru fá ungmenni með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og því höfum við ýtt undir að ungmennin í félaginu komist í tengsl við jafnaldra erlendis. Það er gert með þátttöku í norrænum ungmennabúðum og í gegnum samskiptamiðla á netinu. Auk fastra liða höfum við verið með spilakvöld og skipulagða fundi bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Viðburðadagatal Fjólu

Apríl - Aðalfundur og samvera í framhaldi af fundi

Júní - annað hvert ár. Norrænar sumarbúðir ungmenna

Júní - 27. júní. Afmælisdagur Helen Keller

Haust - Sumarbústaðarferð

Október - Norræni formannafundurinn, formaður og varaformaður sækja fundinn 

Nóvember - Jólakaffi