Ferðakostnaður

Greitt er fyrir flug aðalfélagsmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins á fundi og viðburði Fjólu. Einnig er greitt fyrir eina nótt í gistingu í Hamrahlíð 17 ef viðburður stendur yfir fram eftir kvöldi. Ýmist er greitt með flugkorti félagsins og þá fer pöntun í gegnum skrifstofuna. Einnig geta félagsmenn pantað flugið sjálfur og lagt inn kvittun fyrir farinu til félagsins og fengið flugmiðann endurgreiddan.

Aðalfélagar sem kjósa að koma akandi á viðburði félagsins fá greiddan bensínreikning gegn framvísun greiðslukvittunar.