Fræðsla

Hægt er að óska eftir fræðslu og spjall um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hjá félaginu. Fræðslan er sniðin að þörfum viðkomandi aðila. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofunni.

Til okkar leita foreldrar, aðstandendur og fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Einnig fáum við fyrirspurnir frá fagfólki og háskólanemum sem eru að vinna verkefni tengd efninu. 

 

Lífið með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Sumarið 2014 þýddi Áslaug Ýr Hjartardóttir borðspil um samþætta sjón og heyrnarskerðingu úr dönsku yfir á íslensku. Að spila borðspil og fræðast í leiðinni er nýstárleg leið til að koma mikilvægri fræðslu á framfæri. Ef þið viljið fræðast og skemmta ykkur í leiðinni hafið endilega samband.