Um félagið

Fjóla er félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Það hét áður Daufblindrafélag Íslands.

Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmuna- og félagsmálum sinna félagsmanna.

Skrifstofa

Skrifstofan er opin 10-12 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.

Félagið hefur aðsetur í Hamrahlíð 17, á skrifstofu Blindrafélagsins. Sími 5536611 og 8404665.

Netfang er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heimasíða:  sjonogheyrn.is

Starfsemi

Starfandi er ráðgjafi í hálfu starfi.  Starfsmaður leiðbeinir þeim sem til hans leita um þau mál sem upp kunna að koma þegar sjón og heyrn skerðast. Þá heldur félagið uppi félagsstarfi bæði á Akureyri og Reykjavík. Félagið greiðir fyrir ferðir aðalfélagsmann á  viðburðum félagsins. Ráðgjöf er veitt óháð félagsaðild.

Starfsmaður félagsins er Guðný Katrín Einarsdóttir, umferlis og adl kennari

Félagið á sæti í nefnd á vegum velferðarráðuneytisins um heildarendurskoðun á málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Fulltrúi félagsins er Guðný Katrín Einarsdóttir

Félagið er innan vébanda Öryrkjabandalags Íslands.