Hver er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu?

Skynskerðing fólks sem samþætta sjón- og heyrnarskerðingu getur verið mjög ólík. Það sem fólk á sameiginlegt er að skynskerðingin hefur í för með sér einangrun, upplýsingaskort og skert ferðafrelsi ef ekki er brugðist rétt við aðstæðum. Lausnir eru þannig ætíð einstaklingsmiðaðar, hvort sem um er að ræða endurhæfingu, hjálpartæki eða aðstoð. Við leggjum áherslu á að greining byggir ekki á mælanlegum læknisfræðilegum gildum heldur þeim áhrifum sem fólk upplifir að skynskerðingin hafi á líf sitt. Samþættri sjón- og heyrnarskerðingu er skipt i tvo flokka eftir því hvenær á lífsleiðinni hún byrjar að hafa áhrif. En til að varpa ljósi á margbreytileika skerðingarinnar má einnig skipta henni fjóra aðra eftir eðli og alvarleika hennar.

Skipta má samþættri sjón- og heyrnarskerðingu í fjóra flokka.

1. Einstaklingar sem hafa enga heyrn og enga sjón
2. Einstaklingar sem hafa enga sjón og skerta heyrn
3. Einstaklingar sem hafa enga heyrn og skerta sjón
4. Einstaklingar sem hafa skerta sjón og skerta heyrn