Greining á samþættri sjón- og heyrnarskerðingu = bætt þjónustu

Greiningar er þörf til að einstaklingar fái bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Ríkisstofnanir sem sinna fólki með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hafa komið á laggirnar greiningarteymi sem í sitja starfsmenn frá Greiningarstöð (GRR), Heyrnar og talmeinastöð (HTÍ), Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa (SHH) og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞÞM).

Greining er grundvöllur réttrar hæfingar, endurhæfingar og félagslegrar aðstoðar. Greining skiptist í tvo þætti. Í fyrsta lagi læknisfræðilega greiningu þar sem reynt er að komast að því hvað valdi sjón- og heyrnarskerðingunni. Í öðru lagi er svokölluð starfræn greining. Markmið með starfrænni greiningu er að beinasjónum að áhrif skynskerðingarinnar á daglegt líf viðkomandi og snýr hún að öllum þáttum lífsins, svo sem, námi, vinnu, umferli, athöfnum á heimili, félagsþátttöku, samskiptum og félagslegri afkomu. Einnig er metin þörf á hjálpartækum, túlkun og félagslegri aðstoð.

Starfræn greining er verkfæri sem leiða á til aukinna lífsgæða fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans.

Prófanir vegna læknisfræðilegrar greiningar eru t.d. skoðun hjá augnlækni og háls, nef og augnlækni.

Vegna starfrænnar greiningar hittir fólk sjóntækjafræðing sem metur þörf á sjónhjálpartækum. Umferlis kennari metur þörf fyrir þjálfun eða hjálpartæki til að komast leiðar sinnar hann kennir líka leiðsögutækni (listin að nýta sér aðstoð annarra) og leiðbeinir með umferlishálpartæki. ADL kennari (ADL stendur fyrir athafnir daglegs lífs) metur þörf fyrir aðlögun og kennslu í daglegu lífi,t.d. matseld. Samskiptaráðgjafar gera samskiptagreiningu í daglegu umhverfi fólks og meta hvar samskipti ganga vel og hvar þau má bæta. Samskiptagreining leiðir einnig í ljós hvort og hvernig túlkunar er þörf. Heyrnarfræðingur metur þörf vegna heyrnartæki og önnur hjálpartæki er lúta að heyrn. Saman mynda þessar greiningar hæfingar- eða endurhæfingar áætlun viðkomandi. Einnig á greining að leiða í ljós hvaða aðstoðar er þörf frá sveitarfélagi viðkomandi. T.d. liðveislu, heimilishjálp vegna þrifa eða frekari liðveisla ef fólk þarf aðstoð með daglegar athafnir. Félagsleg réttindi hjá stéttarfélögum og ríki eru einnig skoðuð. Þá getur greining einnig leitt í ljós hvaða fræðsluþörf er til staðar í umhverfi viðkomandi. Reynslan hefur sýnt okkur að mikilvægt er að þeir sem sinna fræðslu hafi þekkingu á samþættri sjón- og heyrnarskerðingu.