Ríkisstofnanir

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)

Meginhlutverk Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er að stuðla að þátttöku þeirra sem þurfa á íslensku táknmáli að halda í daglegum samskiptum, í íslensku samfélagi. Stofnunin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð íslensks táknmáls. Þar er allri þekkingu um íslenskt táknmál safnað saman, þróuð og miðlað. SHH sér um táknmálskennslu, sammskiptagreiningu, rannsóknir og táknmálstúlkaþjónustu.

Praktískar upplýsingar:

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Grensásvegi 9
108 Reykjavík
Sími: 562 7702
Fax: 562 7714
Túlkaþjónusta: 562 7738
Myndsími: 551 4098

Neyðarþjónusta túlka er á kvöldin og um helgar í síma 895-7701
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.shh.is

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ)

Heyrnar- og talmeinastöð Ísland annast þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólk með heyrnar- og talmein. Stofnunin sér m.a. um heyrnarmælingar, greiningu, að útvega hjálpartæki sem bæta upp heyrnar- og/eða talmein, kennslu og viðhald á hjálpartækjum og rannsóknir.

Praktískar upplýsingar:

Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
Sími: 581 3855
Bréfasími: 568 0055
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.hti.is

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda (Miðstöð)

Markmið Miðstöðvarinnar er að auka þáttöku blindra, sjónskertra og daufblindra einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra. Miðstöðin sinnir ráðgjöf, hæfingu og endurhæfingu auk þess að afla upplýsinga um aðstæður einstaklinga í því skyni að bæta lífsgæði þeirra. Miðstöðin sinnir m.a. þjónustu við fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu í samstarfi við aðrar stofnanir. Auk þess veitir stofnunin aðstandendum, skólum og öðrum stofnunum ráðgjöf, stuðning og fræðslu.

Praktískar upplýsingar:

Hamrahlíð 17, 5. hæð
105 Reykjavík
Sími: 545 5800
Fax: 568 8475
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afgreiðslutími: 9-16

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.midstod.is