Sveitarfélög

Sveitarfélög bera ábyrgð á fjölbreyttri félagsþjónustu við íbúa sína en hlutverk félagsþjónustunnar almennt er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í sveitarfélögunum á grundvelli samhjálpar. Árið 2011 færðist þjónusta við fatlað fólks frá ríki til sveitarfélaga. Þau bera nú ábyrgð framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar, óháð því hvort hún hefur verið veitt af ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum eða öðrum aðilum, með þeim réttindum og skyldum sem henni tengjast. Meðal þess sem sveitarfélögin bjóða upp á er félagsleg liðveisla, frekari liðveisla, stuðningsfjölskylda, notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) og heimaþjónusta auk ráðgjafar.