Nú er hægt að sækja um styrk úr sjóðnum Stuðningur til sjálfstæðis

Stjórn Stuðnings til sjálfstæðis, styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, auglýsir eftir styrktarumsóknum. Umsóknarfrestur er til 1. október 2015.  

Veittir eru styrkir í 4 styrkjaflokkum, A, B, C og D:

A. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.

B. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

C. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.

D. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

Fyrri styrkúthlutanir má sjá hér.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins, sem finna má hér.

Tengill inn á umsóknareyðublað er hér.

Til baka