Blind börn á Íslandi

Blind börn á Íslandi er styrktarsjóður blindra og sjónskertra barna sem eru 18 ára og yngri. Sjóðurinn veitir styrki til atburða og hluta sem ekki eru styrkt af félagsþjónustu sveitarfélaga, almannatryggingum eða öðrum stofnunum.  Styrkir úr sjóðnum verða veittir þann 24. október í ár en styrktarumsóknir verða að berast eigi síðar en 15. október. Styrktarbeiðni skal berast skriflega og henni skal fylgja viðeigandi kostnaðaráætlun. Hægt er að sækja um með því að senda umsóknina til Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Til baka