Aðalfundur ÖBÍ 2015

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands 2015 var haldinn  á Hilton hóteli, laugardaginn 3. október. Aðalfulltrúar Fjólu voru þeir Friðjón Erlendsson og Friðgeir Jóhannessson. Áslaug Ýr Hjartardóttir, ritari félagsins, fékk einnig þann heiður að vera áheyrnarfulltrúi Ungliðahreyfingar ÖBÍ.

Á fundinum var Ellen Calmon frá ADHD samtökunum endurkjörin formaður, Halldór Sævar Guðbergsson frá Blindrafélaginu var sjálfkjörinn varaformaður og Bergur Þorri Benjamínsson frá Sjálfsbjörg slf. gjaldkeri. Auk þess voru formenn í nefndir kosnir og einnig 11 einstaklingar í stjórn. Frekari upplýsingar má nálgast HÉR.

Þar sem ekki tókst að ljúka fundarstörfum verður framhald af fundinum þann 6. október. Þar verða varamenn stjórnar kosnir og lagabreytingar ræddar.

Til baka