Dagur Hvíta stafsins fimmtudaginn 15.október

Ágætu félagsmenn!

Í tilefni dags Hvíta stafsins fimmtudaginn 15. október  býður Blindrafélagið til kaffisamsætis kl. 15:00 til 16:00 í Hamrahlíð 17, 2. hæð.

Iva Marin Adrichem hefur dagskrána með því að syngja þrjú lög. Því næst verða fluttar ræður í tilefni dagsins og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Að kaffisamsæti loknu munum við ganga saman upp í Kringlu, þeir sem treysta sér ekki til að ganga verður boðin rútuferð.  Engin formlega dagskrá verður í Kringlunni heldur er tilgangurinn að ganga um í smærri hópum og kynna hvíta stafinn með því að vera sýnileg og ekki síður að hvetja félagsmenn Blindrafélagsins til að taka fram hvíta stafinn. Of margir sjónskertir einstaklingar eru ekki að nota Hvíta stafinn því þeir vilja forðast að opinbera sjónskerðingu sína.  

Margir félagsmenn hafa sagt frá því hvað lífið varð mun auðveldara eftir að þeir þorðu að taka skrefið og nota hvíta stafinn.  Hvíti stafurinn auðveldar okkur mikið að komast um í umhverfi okkar og almenningur tekur meira tillit til okkar þegar stafurinn er sýnilegur.

Stjórn Blindrafélagsins hvetur félagsmenn og aðstandendur til að mæta í kaffisamsætið í Hamrahlíð 17 og fara með okkur í Kringluna. Einnig eru leiðsöguhundanotendur hvattir til að koma með hundana sína.

Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Halldór Sævar Guðbergsson, 
starfandi formaður.


Til baka