Jólafundur Norðurlandsdeildar

Kæru félagar!

Jólafundur Norðurlandsdeildar Blindrafélagsins verður haldinn sunnudaginn 6. desember kl.18:00, að Skipagötu 14, 4 hæð í sal Lionsklúbbsins Hængs. Líkt og undanfarin ár verður jólamatur og kemur hann frá veitingahúsinu Bautanum.

Séra Sunna Dóra Möller flytur jólahugvekju. Einnig verða önnur dagskráratriði.  Miðaverð er aðeins kr. 3500 og frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.

Skráning fer fram hjá Pálma í síma 462 3049, Kristni í síma 893-7414 og Jóni Heiðari Daðasyni í síma 847-6970 eigi síðar en  fimmtudaginn 3. desember. 


Til baka