Hvatningaverðlaun ÖBÍ 2015

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt í níunda sinn í gær. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu og voru þau í þremur flokkum: flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar. Snædís Rán Hjartardóttir, einn félagsmaður Fjólu, hlaut Hvatningarverðlaunin í flokki umfjöllunar og kynningar fyrir að hafa sigrað í túlkamálinu síðasta sumar og vakið athygli á rétti daufblindra til túlkaþjónustu. Auk hennar fékk Brynjar Karl Birgisson  Hvatningaverðlaun í flokki einstaklinga og Sjónarhóll hirti verðlaunin í flokki fyrirtækja/stofnana.

Aðspurð segir Snædís það bara fínt að hafa hlotið Hvatningaverðlaunin. Næst á dagskrá hjá henni er svo að vinna hvorki meira né minna en Nóbels-verðlaunin.

Við óskum Snædísi og þeim innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þau til að halda áfram sínu striki.

9d87cf6a-90a9-481a-a5c3-e327ff7c2f7f

ccd7e947-3f30-4d61-abc5-b43fe56e6b81


Til baka