Kvennanámskeið Tabú

Í desembermánuði fékk Tabú styrki til þess að halda þriðja grunnnámskeiðið frá upphafi fyrir fatlaðar og/eða langveikar konur en mikil eftirspurn hefur verið eftir slíku námskeiði. Fyrri námskeið hafa vakið mikla ánægju og skapað hóp af konum sem nú vinnur saman að því að efla sig sjálfar og vinna að samfélagsumbótum, hver með sínum hætti.

Næsta námskeið hefst 2. febrúar 2016 og er samstarfsverkefni Tabú og Kvennahreyfingar ÖBÍ. Nánari upplýsingar um námskeiðið má lesa hér.

Skráning fer fram hér: http://tabu.is/skraning/ 

Til baka