Málstofuröð á vegum Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra

Málstofuröðin sem haldin hefur verið á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra í samstarfi við margar stofnanir og félög mun halda áfram á nýju ári.
Málstofurnar eru öllum opnar og verða ýmist fluttar á íslensku eða íslensku táknmáli. Túlkað verður á milli málanna. Allir eru velkomnir og ekki þarf að greiða fyrir þátttöku. 

Fyrsta málstofan árið 2016 verður haldin þann 19. janúar kl. 14:30-15:30 í umsjá Félags heyrnarlausra.

Önnur  málstofan verður haldinn þann 17. febrúar kl. 15:00-16:00 og hefur Heyrnar- og talmeinastöð Íslands umsjón með henni.

Þriðja málstofan verður haldin þann 15. mars kl. 14:30-15:30 í umsjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Fjórða málstofan verður haldin þann 12. apríl kl. 14:30-15:30 í umsjá Hlíðaskóla.

Fimmta málstofan verður haldin þann 10. maí kl. 14:30-15:30 í umsjá Heyrnarhjálpar – félags heyrnarskertra á Íslandi.

Sjötta málstofan verður þann 7. júní kl. 14:30-15:30 í umsjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þessi málstofa verður á ensku.

Þessi áætlun er birt með fyrirvara um breytingar sem á henni geta orðið.


Til baka