Aðalfundur Fjólu 2016

Þann 2. apríl síðastliðinn var aðalfundur Fjólu haldinn í fundarsal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Dagskráin var eins og vanalega, ársskýrsla, ársreikningur og kosningar, enda bundin í lögum. Kosið var um nýjan formann, 2 í aðalstjórn, 2 varamenn og skoðendur reiknings. Friðgeir Erlendsson steig til hliðar sem formaður og Snædís Rán Hjartardóttir var kjörin nýr formaður félagsins, með 7 atkvæði, en varaformaðurinn Friðgeir Jóhannesson hlaut 6 atkvæði. Auk þess voru Sigurjón Einarsson og Kristjana Garðarsdóttir kjörin í stjórn og Guðrún og Hafdís Tryggvadóttir í varastjórn. Eftir langan og strangan aðalfund var sest að snæðingi og skálað fyrir félaginu, félagsmönnum og ársreikningnum. Við þökkum Friðjóni Erlendssyni fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur, hann hefur verið öflugur í félaginu frá stofnun þess og hefur staðið sig með sóma sem formaður. Ennfremur óskum við nýkjörnum formanni, Snædísi, til hamingju með áfangann og hlökkum til að vinna með henni.

Snædís Rán Hjartardóttir, nýkjörinn formaður Fjólu

Snædís Rán Hjartardóttir, nýkjörinn formaður Fjólu


Til baka