Sumarliðar 2016

Í dag, 23. maí 2016, hófu tveir sumarliðar störf hjá Fjólu. Þetta eru systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur og munu þær vinna á skrifstofunni næstu sex vikurnar. Meðal verkefna þeirra verður að fræðast um ýmis málefni eins og t.d. almanna trygginar. Þær stefna einnig að því að heimsækja elliheimili á höfuðborgasvæðinu og kynna samþætta sjón- og heyrnaskerðingu, hitta stjórnmálamenn  og fleira í þeim dúr. Þetta er í fjórða skipti sem Fjóla er með sumarstarfsmenn enda leggur félagið mikla  áherslu á að ala upp framtíðarbaráttufólk

Til baka