Hjálpartækjasýning 7. - 8. júní 2013

Hjálpartækjasýning Þekkingarmiðstöðvarinnar verður haldin dagana 7. – 8. júní nk. í íþróttahúsi fatlaðra að Hátúni 14.

Um leið og við hvetjum ykkur til að koma á Hjálpartækjasýninguna í júní, og kynna ykkur þær lausnir og hjálpartæki sem í boði eru á Íslandi, þá værum við þakklát ef þið gætuð hjálpað okkur að láta aðra vita af henni.

Á sýningunni verður m.a. hægt að:

  • Sjá það nýjasta á sviði hjálpartækja, allt frá hagnýtum heimilishjálpartækjum að sérútbúnaði í bifreiðar
  • Kynna sér og prófa hjálpartækin
  • Ræða við ráðgjafa Sjúkratrygginga Íslands
  • Kaupa sniðug hjálpartæki sem nýtast á heimilinu
  • Hitta mann og annan
  • Kynna sér starfsemi Þekkingarmiðstöðvarinna

Sýningin verður opin frá 10 – 17 báða dagana.

Aðgangseyrir er enginn og boðið verður upp á kaffi og meðlæti.


Til baka