Meðan fæturnir bera mig

Árið 2011 hlupu tvenn hjón í kringum landið undir nafninu Meðan fæturnir bera mig fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ákveðið hefur verið að viðhalda hugmyndafræðinni og hvetja almenning til þátttöku í árlegu hlaupi.

Með þátttöku styrkir almenningur málefni veikra og/eða fatlaðra barna. Í ár er hlaupið fyrir blind og sjónskert börn og safnað fyrir sjóðinn Blind börn á Íslandi.

Hlaupið í ár er tileinkað hetjunni Leu Karen Friðbjörnsdóttur.

Meðan fæturnir bera mig afhendir öll áheit og allt sem safnast með þáttökugjöldum óskert til sjóðsins en til þess að það megi verða þá reiðir félagið sig á velviljaða aðila sem standa straum af kostnaði. Síminn er aðalstyrktaraðili hlaupsins.

Staður og tímasetning

Meðan fæturnir bera mig vilja endilega fá sem flesta til að taka þátt í 5 kílómetra hlaupi í Öskjuhlíðinni laugardaginn 1.júní klukkan 12.00 Mæting er í Nauthólsvík.
Aldursflokkar
Yngri en 12 ára
12-15 ára
16-18 ára
19-39 ára
40+ ára

Skráning og áheit
Þátttökugjald er kr.1.000 en öllum er frjálst að greiða eins og þeim hentar til að styrkja við málefnið. Skráning fer fram á heimasíðu Meðan fæturnir bera mig www.mfbm.is Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum. Einnig verða veitt fjölbreytt og glæselg útdráttarverðlaun.

Sjá nánar hér: Meðan fæturnir bera mig


Til baka